• mið. 08. sep. 2004
  • Landslið

Ungverjar höfðu betur í hörkuleik

A landslið karla beið í kvöld lægri hlut gegn Ungverjum í undankeppni HM 2006 á Ujpesti leikvanginum í Búdapest. Lokatölur leiksins urðu 3-2, Ungverjum í vil, og verður að segjast eins og er íslenska liðið átti skilið í það minnsta eitt stig úr leiknum, enda léku okkar menn vel lengst af. Íslenska liðið komst yfir með glæsilegu skallamarki fyrirliðans Eiðs Smára undir lok fyrri hálfleiks. Ungverjar náðu að jafna metin eftir um klukkustundar leik og þeir bættu síðan við öðrum marki stundarfjórðungi fyrir leikslok. Aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Indriði Sigurðsson metin með sínu fyrsta landsliðsmarki, en tveimur mínútum eftir jöfnunarmarkið skoruðu heimamenn sigurmark leiksins.