• þri. 07. sep. 2004
  • Landslið

Ungverjar með sterkt U21 lið

Í dag mætast U21 landslið Ungverjalands og Íslands undankeppni EM í Dunaujvaros í Ungverjalandi. Miklar væntingar eru gerðar til U21 landsliðs Ungverja og er vonast til þess að nokkrir af liðsmönnum þess verði lykilmenn í A-landsliðinu áður en langt um líður. Liðið lék vináttulandsleik gegn Skotum í Skotlandi í síðasta mánuði og vann með fjórum mörkum gegn tveimur, en tapaði síðan 0-1 gegn Króötum á útivelli í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM. Zoltán Jovánczai þykir skæður framherji og skoraði hann tvö mörk í leiknum gegn Skotum. Ljóst er að íslenska vörnin verður að hafa góðar gætur á honum.