• lau. 04. sep. 2004
  • Landslið

Tap gegn Búlgörum í fyrsta leik

A landslið karla tapaði 1-3 gegn Búlgörum á Laugardalsvellinum í dag í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM 2006. Gestirnir náðu forystunni á 35. mínútu með marki frá Dimitar Berbatov, sem bætti við öðru marki á 49. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen minnkaði muninn tveimur mínútum síðar úr vítaspyrnu, en Hristo Yanev innsiglaði sigur Búlgara á 61. mínútu. Úrhellisrigning var í Laugardalnum sem gerði báðum liðum erfitt fyrir. Íslenska liðið heldur til Ungverjalands á sunnudag og mætir landsliði Ungverja í Búdapest á miðvikudag.