Styrkleikalisti FIFA
Ísland fellur um eitt sæti á styrkleikalista FIFA, sem gefinn var út í dag, og er nú í 80. sæti. Engar breytingar eru á efstu þremur sætum listans, Brasilíumenn eru efstir sem fyrr, Frakkar í öðru sæti og Spánverjar í því þriðja. Hástökkvararnir að þessu sinni eru Honduras og Guatemala. Mótherjar Íslands á laugardag í undankeppni HM 2006, Búlgarar, eru í 41. sæti listans og hækka um eitt sæti. Ungverjar, sem taka á móti Íslendingum í Búdapest á miðvikudag í næstu viku, eru í 76. sæti.