• mið. 01. sep. 2004
  • Landslið

Félag fyrrverandi A-landsliðsmanna karla stofnað

Ákveðið hefur verið að stofna Félag fyrrverandi A-landsliðsmanna karla í knattspyrnu. Áformað er að félagsmenn komi saman fyrir landsleiki, þiggi léttar veitingar, fari yfir stöðu mála og rifji upp gamla góða tíma. Stofnfundurinn verður haldinn laugardaginn 4. september næstkomandi kl. 14:00 í Háteigssal á efstu hæð Grand Hótels. Allir fyrrverandi A-landsliðsmenn karla eru boðnir velkomnir. Kynntur verður tilgangurinn með stofnun félagsins, inntökuskilyrði og önnur mál. Eftir fundinn verður síðan haldið á Laugardalsvöll til að sjá viðureign Íslands og Búlgaríu í undankeppni HM 2006. Aðstandendur klúbbsins eru fyrrverandi landsliðsfyrirliðarnir Eyjólfur Sverrisson og Guðni Bergsson. Varðandi miðaóskir fyrir félagsmenn - hafið samband við Ragnheiði hjá KSÍ (ragga@ksi.is).