Mikil eftirspurn eftir miðum
Forsala aðgöngumiða á viðureign Íslands og Búlgaríu í undankeppni HM 2006 hefur farið vel af stað og eftirspurn eftir miðum er mikil. Nú þegar hafa selst 2.800 miðar og er þess vænst að miðar seljist hratt, þannig að knattspyrnuáhugafólk er hvatt til þess að tryggja sér miða sem fyrst til að missa ekki af lestinni. Minnt er á að á þennan leik má einungis selja miða í sæti þar sem um er að ræða leik í undankeppni stórmóts, Laugardalsvöllur tekur 7.000 manns í sæti. Smellið hér að neðan til að skoða nánari upplýsingar, en smellið á "Miðasala" hér efst til hægri til að kaupa miða. |