Meiðsli hjá lykilmönnum Búlgara
Hristo Stoichkov, landsliðsþjálfari Búlgaríu, verður án tveggja lykilmanna þegar lið hans mætir Íslandi í undankeppni HM 2006 á Laugardalsvellinum 4. september. Martin Petrov og Marian Hristov, sem báðir leika með Wolfsburg í Þýskalandi, eru meiddir og geta því ekki verið með. Meðal sterkustu leikmanna Búlgara í dag, auk þeirra tveggja sem nefndir hafa verið, eru leikstjórnandinn Stilian Petrov (Celtic), framherjinn Dimitar Berbatov (Bayer Leverkusen) og táningurinn Valeri Bojinov (Lecce), sem þykir einn efnilegasti framherjinn í Evrópu í dag. Þessir þrír verða væntanlega allir með gegn Íslandi. |