• mán. 23. ágú. 2004
  • Landslið

Tap gegn Rússum

A landslið kvenna tapaði 0-2 á Laugardalsvellinum á sunnudag gegn Rússum í undankeppni EM 2005 í baráttuleik um annað sæti riðilsins. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik, en rússneska liðið hafði yfirhöndina í þeim síðari og tókst að skora tvö mörk. Íslenska liðið átti nokkur góð færi í leiknum en tókst ekki að nýta þau. Þessi úrslit þýða að líklega mun Ísland hafna í 3. sæti riðilsins, þar sem aðeins tvö stig skilja liðin að og Rússar eiga tvo leiki eftir, gegn Frökkum á útivelli og Ungverjum á heimavelli. Ísland er engu að síður öruggt með sæti í umspili.