Rússar lögðu Englendinga
Kvennalandslið Rússa og Englendinga léku vináttulandsleik í Bristol á fimmtudag, aðeins þremur dögum fyrir viðureign Íslendinga og Rússa í undankeppni EM 2005, en liðin mætast á Laugardalsvelli á sunnudag. Enska liðið náði forystunni með marki á 67. mínútu, en varamaðurinn Natalia Barbachina jafnaði þremur mínútum síðar. Barbachina skoraði síðan sigurmarkið með síðustu spyrnu leiksins þegar boltinn hrökk fyrir fætur hennar eftir viðkomu í dómaranum. Englendingar voru sterkari aðilinn í leiknum, en Rússar léku agaðan varnarleik og beittu skyndisóknum. |