Kvennalandsliðið mætir Rússum á sunnudag
A landslið kvenna mætir Rússum í undankeppni EM næstkomandi sunnudag kl. 14:00 á Laugardalsvelli. Þrátt fyrir að íslenska liðið sé öruggt í umspil skiptir leikurinn miklu máli, því hann hefur áhrif á það hvaða liði Ísland mætir í umspilinu. Mögulegir mótherjar eru Norðmenn, Ítalir, Finnar, Skotar og Tékkar. |