Kærar þakkir fyrir stuðninginn
KSÍ og íslenska landsliðið vill þakka öllum Íslendingum stuðninginn í leiknum gegn Ítölum, bæði þeim 20.204 sem voru á vellinum, sem og öllum þeim sem horfðu á leikinn í sjónvarpinu. Stuðningurinn við liðið var frábær og hvatti það til dáða. Aðsóknarmetið var slegið eftirminnilega og er öllum þeim sem tóku þátt í því að slá metið þakkað kærlega fyrir þátttökuna. Samstarfsaðilum KSÍ í átakinu til að slá metið er einnig þakkaður stuðningurinn. Þessir samstarfsaðilar eru Esso, Vífilfell, Tryggingamiðstöðin, KB-banki, Mastercard, Hekla, Eimskip, Icelandair, Concert og Reykjavíkurborg.