Fyrri viðureignir Íslands og Rússlands
A landslið kvenna hefur mætt Rússum sex sinnum áður og hefur aldrei tekist að hampa sigri. Fjórum sinnum hafa liðin gert 1-1 jafntefli, en tvisvar sinnum hefur rússneska liðið sigrað, einu sinni í Reykjavík og einu sinni í Moskvu. Liðin mættust fyrst í Reykjavík árið 1995, en síðasta viðureign þeirra var í Rússlandi í ágúst á síðasta ári og urðu úrslitin þá 1-1. |