Stefnir í að metið falli
Þegar þetta er ritað (10:56 f.h.) hafa á sextánda þúsund miðar á landsleik Íslands og Ítalíu verið seldir, þannig að allt stefnir í að metið frá 1968 falli. Forsölu aðgöngumiða er haldið áfram til kl. 14:00 í dag, miðvikudag, á fjórum ESSO-stöðvum, Ártúnshöfða, Lækjargötu í Hafnarfirði, Borgartúni og Geirsgötu. Miðinn í forsölu kostar kr. 1.000, en eftir það er hann á 1.200 krónur. 50% afsláttur er af miðum fyrir 16 ára og yngri.