Byrjunarlið Ítalíu
Marcello Lippi hefur tilkynnt byrjunarlið Ítalíu fyrir leikinn gegn Íslendingum á Laugardalsvelli. Liðið er skipað nákvæmlega eins og ítalskir fjölmiðlar höfðu spáð fyrir um (4-3-1-2): Buffon í markinu, Oddo og Zambrotta bakverðir, Nesta og Materazzi miðverðir, Perrotta, Volpi og Gattuso á miðjunni og Fiore fyrir framan þá, Bazzani og Di Vaio fremstir.