Byrjunarlið Íslands gegn Ítalíu
Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa valið byrjunarlið Íslands gegn Ítölum. Lið Íslands er þannig skipað (3-5-2): Birkir verður í markinu, Kristján Örn, Ólafur Örn og Hermann í vörninni, Þórður og Indriði á köntunum, Brynjar Björn djúpur á miðjunni og Rúnar og Gylfi fyrir framan hann, Heiðar og Eiður Smári frammi.