Áhorfendametið slegið
Aðsóknarmetið að Laugardalsvelli frá 1968 kolféll í kvöld þegar Ítalir komu í heimsókn og léku við íslenska landsliðið. Alls mættu á leikinn 20.204 manns og var orðið uppselt klukkutíma fyrir leikinn, allir prentaðir miðar höfðu verið seldir. Stuðningurinn við liðið var ótrúlegur og stórkostleg sjón að sjá allan þennan mannskap saman kominn á knattspyrnuleik á Íslandi.