KSÍ-klúbburinn á 14. starfsári
KSÍ-klúbburinn svokallaði mun hefja sitt fjórtánda starfsár 18. ágúst næstkomandi þegar Ísland og Ítalía leika vináttulandsleik á Laugardalsvelli. KSÍ-klúbburinn samanstendur af 100 manns og stendur fyrir uppákomum í kringum landsleiki þar sem meðlimir koma saman á leikdegi, þiggja léttar veitingar fyrir leik og í hálfleik, og taka þátt í ýmsu öðru tengdu landsleikjunum, fá t.a.m. landsliðsþjálfara eða aðra spekinga til að spá í leikina. Klúbburinn hefur verið fullsetinn síðustu þrjú ár, en nokkur sæti eru laus í honum í ár. Árgjaldið í klúbbinn að þessu sinni er kr. 30.000. Áhugasamir aðilar geta haft samband við forsvarsmenn klúbbsins með tölvupósti.