Elti yfirfrakkinn Eusebio inn í klefa eftir leik?
Heiðursgesturinn á vináttulandsleik Íslands og Ítalíu þann 18. ágúst næstkomandi, Eusebio, lék með liði Benfica þegar það mætti Val í Evrópukeppni Meistaraliða árið 1968, en í heimaleik Vals var einmitt sett áhorfendamet á Laugardalsvelli. Mörgum þeim sem sáu leikinn á Laugardalsvelli er ofarlega í huga hversu vel Páll Ragnarsson, þáverandi leikmaður Vals og nú tannlæknir á Sauðárkróki, stóð sig í hlutverki svokallaðs yfirfrakka á Eusebio í leiknum, elti hann út um allan völl. Vildu gárungarnir meina að Páll hefði meira að segja elt Eusebio inn í búningsklefann eftir leik.