Uppselt í stúkurnar - 11.000 miðar af 19.000 farnir
Nú þegar hafa verið seldir um 11.000 miðar á vináttulandsleik Íslands og Ítalíu, en liðin mætast sem kunnugt er á Laugardalsvelli 18. ágúst. Uppselt er í báðar stúkur, sem taka samanlagt 7.065 manns í sæti, og seldir hafa verið tæplega 4.000 miðar í stæði nú þegar. Forsala stæðismiða fer fram á völdum ESSO-stöðvum og kostar miðinn aðeins kr. 1.000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn 16 ára og yngri. Nánari upplýsingar má sjá með því að smella á myndina hér hægra megin á síðunni.