U17 karla - Leikið gegn Finnum í dag
U17 landslið karla leikur gegn Finnum á Norðurlandamótinu í dag klukkan 15:30 að íslenskum tíma, en mótið fer einmitt fram þar í landi. Finnar lögðu Skota með þremur mörkum gegn einu í fyrstu umferð, en Ísland beið lægri hlut gegn Norðmönnum, 1-2. Lúkas Kostic, þjálfari íslenska liðsins, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn í dag.