Miðar á Ísland - Ítalía seljast hratt
Forsala aðgöngumiða á vináttulandsleik Íslands og Ítalíu gengur mjög vel, en liðin mætast á Laugardalsvelli 18. ágúst næstkomandi. Klukkan 17:00 í dag, miðvikudag, voru um 1.400 miðar eftir í stúku og því útlit fyrir að stúkumiðarnir seljist upp í kvöld. Miðar í stúku eru eingöngu seldir á netinu á ksi.is og esso.is, en stæðismiðar eru seldir á völdum ESSO-stöðvum. Smellið hér að neðan til að skoða nánari upplýsingar um miðasöluna, en smellið á myndina hér til hægri til að kaupa miða í stúku.