Lippi stefnir á Heimsmeistaratitilinn 2006
Marcello Lippi, nýráðinn þjálfari ítalska landsliðsins, hefur sett liði sínu markmið. Hann ætlar sér að ná heimsmeistaratitlinum í Þýskalandi árið 2006 og lítur á vináttulandsleikinn við Íslendinga sem mikilvægan undirbúning fyrir fyrsta skrefið í átt að því markmiði, en Ítalir mæta Norðmönnum í Palermo í fyrsta leik sínum í undankeppni HM 2006. "Ítalir eiga einfaldlega að vinna HM, það er engin ástæða til að vera með varkárni í yfirlýsingum" - segir Lippi í viðtali við ítalska blaðið Gazzetto Dello Sport. |
(Mynd: SCANPIX) |