Íþróttasálfræði - Námskeið í þjálfun barna
Knattspyrnuþjálfurum og öðrum áhugasömum gefst tækifæri á að taka þátt í námskeiði á vegum enska knattspyrnusambandsins sem fjallar um þjálfun barna. Námskeiðið skiptist í 6 flokka: Íþróttasálfræði fyrir knattspyrnu, áhugahvöt, hvernig börn læra færni í knattspyrnu, andlegur þroski barna, umhverfi barnsins og námskeiðsmat. Námskeiðið fer fram á netinu, er gagnvirkt og þátttökugjald er um 7.500 kr. Nánari upplýsingar má sjá á Fræðsluvef KSÍ. |