Eusebio verður heiðursgestur
Einn þekktasti knattspyrnumaður sögunnar, Eusebio frá Portúgal, hefur þekkst boð KSÍ um að vera heiðursgestur á vináttulandsleik Íslands og Ítalíu 18. ágúst. Tilefnið er að tilraun verður gerð til að slá aðsóknarmetið á Laugardalsvelli á þessum leik, en Eusebio var einmitt í liði Benfica sem lék gegn Val 18. september 1968 en þá mættu 18.194 áhorfendur á leikinn og það er núverandi aðsóknarmet. |
Margir sáu Eusebio 1968. |