Ítalir tilkynna hópinn seint
Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítala, mun væntanlega ekki tilkynna endanlegan landsliðshóp sinn fyrr en sunnudaginn 15. ágúst, aðeins þremur dögum fyrir vináttuleikinn gegn Íslandi á Laugardalsvelli. Ástæðan fyrir því hversu seint hópurinn verður tilkynntur er sú að heil umferð fer fram í ítölsku deildinni um helgina fyrir leikinn og vill Lippi bíða og sjá hvort einhverjir leikmenn meiðist og hvort einhverjir nái að vekja athygli hans í þeim leikjum sem fram fara. Forsala aðgöngumiða á leikinn hefst miðvikudaginn 4. ágúst. |