• fim. 29. júl. 2004
  • Landslið

Ísland í fimmta sæti

Í dag var leikið um sæti á NM U21 kvennalandsliða og fóru allir leikirnir fram á Akureyri. Íslenska liðið lék um 5. sæti við Þjóðverja. Leiknum lauk með jafntefli 1-1 og skoraði Nína Ósk Kristinsdóttir mark Íslands á 51. mínútu og jafnaði þá leikinn. Í vítaspyrnukeppninni sem fylgdi hafði Íslenska liðið betur 7-6 eftir bráðabana. Norðmenn unnu Englendinga 3-4 í vítaspyrnukeppni í leik um sjöunda sætið eftir markalausan leik og í leiknum um þriðja sætið sem lauk með jafntefli Dana og Finna 1-1 unnu Finnar bronsið í vítaspyrnukeppni 3-4. Bandaríkin hömpuðu sigri í mótinu, unnu Svía örugglega í úrslitaleik, 3-0. Allar upplýsingar um mótið má finna á www.nordic2004.com.