Ísland leikur um 5. sætið á NM U21 kvenna
U21 landslið kvenna lék í dag gegn Svíum á NM og gerði sitt þriðja jafntefli í jafn mörgum lekjum. Leikið var á Blönduósi og gerði hvort lið um sig tvö mörk. Dóra María Lárusdóttir náði forystunni fyrir Ísland á 20. mínútu, en Svíar jöfnuðu ellefu mínútum síðar eftir hornspyrnu og náðu síðan forystunni á lokasekúndum fyrri hálfleiks. Íslenska liðið var mun sterkara í síðari hálfleik, sótti stíft og uppskar mark frá Margréti Láru Viðarsdóttur á 80. mínútu. Okkar stúlkur gerðu harða atlögu að sænska markinu í lokin og björguðu Svíar m.a. á marklínu í uppbótartíma. Íslenska liðið hafnaði í þriðja sæti í riðlinum og leikur því um 5. sætið á mótinu á fimmtudag kl. 13:30, gegn Þjóðverjum á Þórsvelli á Akureyri. Svíþjóð og Bandaríkin leika til úrslita á Akureyrarvelli kl. 16:30 sama dag. |