• mán. 26. júl. 2004
  • Landslið

Reynt að slá aðsóknarmetið

KSÍ hefur ákveðið að reyna að slá aðsóknarmetið á Laugardalsvelli sem sett var 18. september 1968 þegar Valur mætti portúgalska liðinu Benfica í Evrópukeppni meistaraliða. Þá mættu 18.194 áhorfendur á leikinn. Benfica var þá eitt af toppliðum Evrópu og skartaði einum snjallasta leikmanni heims, Eusebio. Tilraunin til að slá metið verður gerð í vináttulandsleik Íslands og Ítalíu 18. ágúst næstkomandi, en Ítalir hafa á að skipa einu besta knattspyrnulandsliði heims, hafa þrisvar orðið heimsmeistarar og einu sinni Evrópumeistarar. Liðið er skipað heimsfrægum leikmönnum og er leikurinn sá fyrsti undir stjórn hins þekkta þjálfara, Marcello Lippi.

Nánar

Völlurinn var þétt setinn.