Stefnt á að slá aðsóknarmetið á Laugardalsvelli
Ísland leikur vináttulandsleik við stjörnum prýtt lið Ítalíu á Laugardalsvelli 18. ágúst næstkomandi. Þar sem um vináttulandsleik er að ræða er KSÍ heimilt að selja aðgöngumiða í stæði og hefur stefnan verið sett á að slá metið í aðsókn að Laugardalsvelli, sem sett var 18. september 1968 þegar Valur og Benfica mættust í Evrópuleik og 18.194 manns mættu á völlinn. KSÍ hefur boðið portúgalska goðinu Eusebio að vera heiðursgestur á leiknum, en hann á þó eftir að þekkjast boðið. Eusebio lék einmitt með Benfica í fyrrgreindum leik gegn Val. Forsala aðgöngumiða hefst 4. ágúst. |
Verður áhorfendametið slegið? |