Um 200 manns til landsins í tengslum við NM
Opið Norðurlandamót U21 landsliða kvenna fer fram hér á landi dagana 23. - 29. júlí. Umfang mótsins er gríðarlegt, um 200 manns koma til landsins í tengslum við það, leikmenn og forráðamenn liðanna, auk dómara og annarra. Bandaríska liðið var fyrst til landsins, kom í gær og æfði í Reykjavík, enska liðið kemur í dag, þriðjudag, en önnur lið koma á miðvikudag og fimmtudag. Allar helstu upplýsingar um mótið, s.s. leikjaniðurröðun, leikmannalista, dómara, o.fl, má sjá með því að smella á merki mótsins hér til hægri á síðunni. |