• mið. 14. júl. 2004
  • Landslið

Fyrsti leikur Ítala undir stjórn nýs þjálfara

A landslið karla mætir Ítalíu í vináttulandsleik á Laugardalsvelli miðvikudaginn 18. ágúst næstkomandi kl. 19:15. Leikurinn verður sá fyrsti sem Ítalir leika undir stjórn nýs landsliðsþjálfara, Marcello Lippi, sem áður þjálfaði stórlið Juventus. Lippi lítur á leikinn í Reykjavík sem mikilvægan lið í undirbúningi liðsins fyrir undankeppni HM 2006, en Ítalir leika gegn Norðmönnum í Palermo 4. september. Ísland og Ítalía hafa aldrei áður mæst í A-landsleik, en Ólympíulið þjóðanna voru saman í riðli í undankeppni Ólympíuleikanna í Seoul 1988. Ítalir höfðu betur í báðum leikjunum, 2-0 í Pescara og 3-0 á Laugardalsvelli. Forsala aðgöngumiða á Ísland - Ítalía hefst 4. ágúst.