Stjörnulið KSÍ steinlá fyrir Götuhernaðinum
Á miðvikudag fór fram kappleikur milli Stjörnuliðs KSÍ og Götuhernaðarins í íþróttahúsi ÍFR. Stjörnuliðið, sem skipað var þekktum núverandi og fyrrverandi knattspyrnumönnum, fékk að kynnast aðstæðum hreyfihamlaðra með því að notast við ýmis hjálpartæki í leiknum á borð við hjólastóla, göngugrindur og hækjur. Lið Götuhernaðarins var skipað hreyfihömluðum einstaklingum og aðstoðarfólki þeirra. Skemmst er frá því að segja að Götuhernaðurinn gjörsigraði Stjörnulið KSÍ með níu mörkum gegn einu. Þrátt fyrir góða takta náði Stjörnuliðið aðeins að setja eitt mark og var Arnór Guðjohnsen þar að verki. |