• fim. 08. júl. 2004
  • Fræðsla

Fræðslu- og kynningarfundur um Sportsmetrics

Stefán Ólafsson, sjúkraþjálfari, heldur fræðslu- og kynningarfund um Sportsmetrics í Íþróttahúsi Smárans í Kópavogi laugardagskvöldið 17. júlí klukkan 19:15. Fundurinn er haldinn í tengslum við Gullmót Breiðabliks í kvennaknattspyrnu. Sportsmetrics er sérhæfð þjálfunar- og mælingaaðferð sem þróuð hefur verið til að fækka alvarlegum hnémeiðslum. Fjallað verður um orsakir hnémeiðsla og það sem gerir kynin ólík, hvað þarf að leggja áherslu á í styrktarþjálfun og leiðir til að koma Sportsmetrics inn í íslenskt íþróttastarf. Aðgangur er ókeypis og allir áhugasamir aðila hvattir til að mæta.

Fréttatilkynning | Sportsmetrics