Dómur í máli UMFH - Selfoss
Dómstóll KSÍ hefur tekið fyrir kæru vegna leiks Selfoss og UMFH í Íslandsmóti 3. flokks sem fram fór 18. júní síðastliðinn. UMFH kærði leikinn á þeim forsendum að leiktíminn hafi verið styttri en reglugerð mótsins segir til um. Hvor hálfleikur í leiknum hafi einungis verið 35 mínútur en hafi átt að vera 40 mínútur. Dómstóll KSÍ telur ekki hjá því komist að taka kröfu UMFH til greina og að leikurinn skuli leikinn að nýju.