• mán. 07. jún. 2004
  • Landslið

Kristinn dæmir í Frakklandi

Kristinn Jakobsson er um þessar mundir að störfum í Toulon og nágrenni í Frakklandi - á Festival International Espoirs de Toulon. Um er að ræða mót sem franska knattspyrnusambandið heldur árlega fyrir landslið leikmanna 21 árs og yngri og er þetta í 32. sinn sem mótið er haldið.

Síðastliðinn laugardag dæmdi Kristinn leik Frakklands og Kólumbíu (2-0) - en fyrr í vikunni var hann varadómari í leik Japan og Svíþjóðar (1-1) og aðstoðardómari í leik Frakklands og Kína (0-0). Kristinn verður í Frakklandi út þessa viku og starfar í undanúrslitum og/eða úrslitaleikjum keppnirnar.