Byrjunarliðið gegn Englandi
Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfarar A landsliðs karla, hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Englandi, en liðin mætast í lokaleik Manchestermótsins á laugardag.
Lið Íslands (3-5-2)*
Markvörður: Árni Gautur Arason.
Varnarmenn: Ívar Ingimarsson, Pétur Marteinsson og Hermann Hreiðarsson.
Tengiliðir: Þórður Guðjónsson, Jóhannes Karl Guðjónsson, Arnar Grétarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Indriði Sigurðsson.
Framherjar: Helgi Sigurðsson og Heiðar Helguson.
* Þriggja manna vörn með Pétur aftastan, Þórður og Indriði eru á köntunum, Jóhannes Karl og Arnar inni á miðjunni, Eiður fyrir framan þá.