• mið. 02. jún. 2004
  • Landslið

Franskur sigur á Laugardalsvelli

Frakkland sigraði Ísland með þremur mörkum gegn engu á Laugardalsvellinum í kvöld í undankeppni EM 2005. Hið feykisterka franska lið, sem er í 9. sæti á styrkleikalista FIFA fyrir kvennalandslið, hafði undirtökin lengst af og þótt íslenska liðið hafi átt nokkra góða kafla var sigur Frakkanna verðskuldaður. Frakkland er efst í riðlinum með fullt hús stiga og öruggt sæti í lokakeppni EM. Á annað þúsund áhorfendur mættu á Laugardalsvöll í kvöld og studdu íslenska liðið dyggilega.

Næsti leikur Íslands er gegn Rússum á Laugardalsvelli 22. ágúst, en baráttan um 2. sætið í riðlinum er einmitt milli þessara tveggja liða.