Helsti markaskorari Frakka ekki með gegn Íslandi
Marinette Pichon, helsti markaskorari franska kvennalandsliðsins, mun ekki leika gegn Íslandi á miðvikudag. Pichon, sem hefur skorað 67 mörk í 83 landsleikjum, gaf ekki kost á sér í leikinn og í stað hennar valdi Elisabeth Loisel, þjálfari franska liðsins, Emmanuelle Sykora í hópinn, en hún er varnarmaður og hefur leikið 80 landsleiki. |