A kvenna - Þrisvar áður mætt Frökkum
A landslið kvenna hefur mætt liði Frakka þrisvar sinnum áður, alltaf í undankeppni EM. Síðasta viðureign var fyrri leikurinn í þeirri undankeppni sem nú stendur yfir, 0-2 ósigur í París í september á síðasta ári. Liðin voru einnig saman í riðli í undankeppni EM 1997. Fyrri leiknum þá, sem fram fór á Akranesvelli, lauk með 3-3 jafntefli, en síðari leiknum lauk með 3-0 sigri Frakka. |