A kvenna - Landsliðshópur Frakklands
Frakkar hafa á að skipa gríðarlega reynslumiklu kvennalandsliði og eru meðal sterkustu knattspyrnuþjóða heims. Tveir leikmenn í franska hópnum hafa leikið yfir 100 A-landsleiki, varnarmaðurinn Corinne Diacre (107) og tengiliðurinn Stéphanie Mugneret-Beghe (103), og tveir leikmenn hafa leikið yfir 80 A-landsleiki, tengiliðurinn Sandrine Soubeyrand (82) og framherjinn Marinette Pichon (83). |