Heiðar með tvö mörk gegn Japan
Íslendingar mættu Japönum í dag í fyrsta leik þriggja liða mótsins sem fram fer í Manchester. Japanir höfðu betur 3-2 í fjörugum leik og gerði Heiðar Helguson bæði mörk íslenska liðsins. Leikurinn var bráðskemmtilegur og mikið um marktækifæri á báða bóga. Japan og England mætast á þriðjudag og lokaleikur mótsins, England gegn Íslandi, fer fram á laugardag.
Leikskýrslan