• lau. 29. maí 2004
  • Landslið

Fimm marka sigur í Ungverjalandi

A landslið kvenna vann í dag öruggan 5-0 sigur á liði Ungverja í undankeppni EM 2005. Leikurinn fór fram í Székesfehérvár í Ungverjalandi. Um 40 Íslendingar voru viðstaddir leikinn og studdu þeir liðið dyggilega allan tímann. Sigur Íslands var aldrei í hættu, þó erfiðlega hafi gengið að brjóta vörn Ungverjanna á bak aftur í fyrri hálfleik. Olga Færseth gerði þrennu í leiknum og Margrét Lára Viðarsdóttir gerði hin mörkin tvö. Íris Andrésdóttir fékk áminningu fyrir brot í vítateignum seint í leiknum og verður í leikbanni í leiknum gegn Frökkum á Laugardalsvelli á miðvikudag. Þóra Helgadóttir varði vítaspyrnuna. Sigurinn gefur íslenska liðinu góða möguleika í keppninni við Rússland og Frakkland um efstu sæti riðilsins.

Leikskýrslan