Manchester-mótið hefst á sunnudag
A landslið karla tekur þátt í þriggja liða móti í Manchester á Englandi ásamt Englendingum og Japönum. Mótið hefst á sunnudag með viðureign Íslands og Japans. Leikirnir þrír verða allir sýndir á sjónvarpsstöðinni Sýn. Öll þessi lið hafa aðeins mæst einu sinni innbyrðis í A-landsleik. Japanir unnu 2-0 á Laugardalsvelli árið 1971 og Englendingar gerðu 1-1 jafntefli á sama velli árið 1982. Eina viðureign Englands og Japans hingað til fór fram á Wembley árið 1995, þegar Englendingar unnu 2-1 með mörkum frá David Platt og Darren Anderton. |
|
Alan Devonshire lék gegn Íslandi 1982. |