Íslandspóstur aðalsamstarfsaðili A kvenna
KSÍ og Íslandspóstur hafa gert samstarfsamning til fjögurra ára og verður Pósturinn sérstakur styrktaraðili A landsliðs kvenna og U21, U19 og U17 landsliða kvenna. Það er einkar ánægjulegt fyrir KSÍ að fá Póstinn til samstarfs, einkum í ljósi þess að Íslandspóstur er fyrst íslenskra fyrirtækja til þess að styrkja sérstaklega kvennalandsliðin. Frumkvæði Póstsins er lofsvert og mikil viðurkenning fyrir kvennalandsliðin og góðan árangur þeirra síðustu misseri. Pósturinn mun nýta sér heimaleiki A landsliðs kvenna til kynningar á fyrirtækinu og halda áfram að vinna með leikmönnum liðsins að gerð auglýsinga fyrir leiki. Þá mun Pósturinn vinna að því í samstarfi við KSÍ að fjölga áhorfendum á leikjum liðsins. |
Frá vinstri: Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KSÍ, Einar Þorsteinsson forstjóri Íslandspósts og Helena Ólafsdóttir þjálfari A landsliðs kvenna. |