• fös. 14. maí 2004
  • Landslið

Nokkur dauðafæri fóru forgörðum

A landslið kvenna tapaði naumlega 1-0 í vináttuleik gegn Englendingum sem fram fór í Peterborough á Englandi í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi og fjölmörg færi voru á báða bóga. Okkar stúlkur náðu ekki að skora þrátt fyrir nokkur upplögð marktækifæri, meðal annars komst sóknarmaður einn gegn enska markverðinum, en brást bogalistin. Frammistaða íslenska liðsins var í fínu lagi og lofar góðu fyrir komandi verkefni í undankeppni EM kvenna.