Markmannsþjálfun
KSÍ, í samvinnu við Breska sendiráðið og Knattspyrnuakademíu Íslands, stendur fyrir markmannsþjálfunarnámskeiði Simons Smith dagana 17. og 18. maí í Fífunni og Smáranum í Kópavogi. Simon Smith er núverandi markmannsþjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle United og vinnur þar undir stjórn Bobbys Robson og þjálfar því m.a. Shay Given, markvörð Newcastle United. Hann hefur einnig starfað fyrir U16 landslið Englands og A-kvennalandsliðið.
Námskeiðið fer fram á ensku og er þátttaka ókeypis, en þó þarf að skrá sig með því að senda tölvupóst til fræðslustjóra KSÍ (siggi@ksi.is). Allir þjálfarar, markmannsþjálfarar og markverðir eru hvattir til skrá sig á námskeiðið og missa ekki af þessum viðburði.