• lau. 24. apr. 2004
  • Landslið

U19 kvenna - Ísland í 2. sæti milliriðilsins

Ísland hafnaði í öðru sæti í milliriðli EM sem fram fer í Póllandi, en lokaumferðin fór fram í dag, laugardag. Íslenska liðið beið lægri hlut gegn gríðarsterku liði Þjóðverja, 1-5. Tölurnar gefa engan veginn rétta mynd af leiknum því íslenska liðið skapaði sér fleiri færi í leiknum, en munurinn á liðunum fólst í nýtingunni. Margrét Lára Viðarsdóttir kom okkar stúlkum yfir snemma leiks með marki beint úr aukaspyrnu, en þýska liðið hafði yfir í hálfleik, 1-2. Í síðari hálfleik sótti Ísland stíft og skapaði fjölmörg færi sen ekki nýttust, en Þjóðverjar skoruðu tvö mörk úr skyndisóknum.

Átta lið leika í úrslitakeppni EM U19 landsliða kvenna. Sigurvegarar milliriðlanna fimm fara beint í úrslitakeppnina, ásamt tveimur liðum með bestan árangur í öðru sæti og mótshaldaranna. Síðasti milliriðillinn fer fram í næstu viku.