• þri. 06. apr. 2004
  • Fræðsla

Útskrift KSÍ-B þjálfara

Síðastliðinn sunnudag hélt KSÍ fyrstu útskrift KSÍ-B þjálfara, en það eru þeir þjálfarar sem hafa lokið við UEFA-B þjálfaragráðuna hér á Íslandi. Við þetta hátíðlega tilefni var Guðna Kjartanssyni, þjálfara U19 landsliðs karla afhent þjálfaraskírteini númer 1. Aðrir þjálfarar fengu svo afhent viðurkenningarskjal og skírteini sem staðfestir menntun þeirra. Smellið hér að neðan til að sjá myndir frá útskriftinni.

Myndir