• þri. 06. apr. 2004
  • Landslið

U17 karla á söguslóðum

U17 landslið karla lék í síðasta mánuði í milliriðli EM á Englandi, nánar tiltekið í Sheffield og nágrenni. Liðið æfði á fornfrægum knattspyrnuvelli, heimavelli Hallam FC, sem er næst elsta knattspyrnufélag í heimi, stofnað árið 1860. Heimavöllur liðsins, Sandygate, er elsti knattspyrnuvöllur heims. Til gamans má geta að hluti íslenska hópsins skellti sér á leik milli Hallam FC og Sheffield FC, en þar áttust við tvö elstu starfandi knattspyrnufélög heims þar sem síðarnefnda félagið er hið elsta í heimi, stofnað árið 1857.

Myndir