• mán. 05. apr. 2004
  • Fræðsla

KSÍ-V þjálfaranámskeið

KSÍ-V þjálfaranámskeið fer fram 30. apríl - 2. maí næstkomandi. Skila þarf inn umsóknum til KSÍ fyrir 14. apríl, en valið verður inn á námskeiðið út frá menntun og ferli þjálfarans og þjálfarastöðu í dag. Námskeiðið er aðeins ætlað fyrir þá sem hafa UEFA-B þjálfaragráðuna. Ekki verður tekið við umsóknum frá þjálfurum sem hafa lokið E-stigi KSÍ, því haldið verður sérstakt námskeið fyrir þá síðar. Smellið hér að neðan til að skoða upplýsingar um KSÍ-V, endurmenntun o.fl. Frekari upplýsingar veitir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fræðslustjóri KSÍ (siggi@ksi.is).

Umsókn | Upplýsingar